Lengd ferðar: 30 Nov 2017 - 04 Dec 2017

5 dagar, 4 nætur
Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir

Aðventuferð til Þýskalands nýtur mikilla vinsælda og margir telja alveg ómissandi að fara í svona ferð til að finna jólastemmninguna. AroundTheWorld.is býður aftur upp á aðventuferð til Heidelberg. Borgin stendur við ána Neckar norðvestast í sambandshéraðinu Baden-Württemberg, rétt austan við Rínarfljót.  Í borginni búa rúmlega 150 þúsund manns og yfir borginni gnæfir merkasta kastalarúst Þýskalands frá 13. öld og er hún upplýst á kvöldin og setur glæsilegan svip á borgina.  Hauptstrasse í Heidelberg er ein lengsta göngugatan í Þýskalandi,  með fjölda verslana, og má þar m.a. nefna H&M, C&A, Kaufhof og fleiri góðar verslanir ásamt veitingastöðum og iðandi mannlíf. Í Þýskalandi er alltaf gott að versla og Heidelberg engin undantekning þar á.

Hótelið sem dvalið verður á er staðsett á frábærum stað í miðbænum.  sem er með þröngum götum og gömlum húsum sem mörg hver hafa að geyma skemmtileg kaffi- og matsöluhús og stúdentaknæpur. Mjög stutt er í allar verslanir og á jólamarkaðinn. Boðið verður upp á skoðunarferð, vínsmökkun, og þriggja rétta kvöldverð, flottan kvöldverð á hótelinu á laugardegi og dagsferð til Rothenburg ob der Tauber á sunnudeginum.

Jólamarkaðurinn er aðallega staðsettur á tveimur torgum í miðborginni og nær hann frá Bismarcktorgi  þar sem gamli bærinn byrjar og breiðir úr sér á önnur torg gamla bæjarins(Altstadt). Litadýrð jólaljósanna í miðbænum og göngugötunni er ævintýri líkust og einnig gefur að líta fallega skreytt jólahús þar sem hægt er að kaupa jólaskraut og handunna jólamuni. Glöggið, á þýsku Glühwein, er á sínum stað og ómissandi þáttur í jólastemningunni.  Sérstaða jólamarkaðarins í Heidelberg felst í umhverfi hans. Aldagamlar byggingar gera umgjörðina einstaka og hrífandi og ekki er úr vegi að reka nefið inn í eitt af kaffi- eða veitingahúsunum sem mörg hver eru í sögufrægum húsum er bera byggingarsögu borgarinnar fagurt vitni.

Ferðatilhögun:

30. nóvember – fimmtudagur  Keflavík – Frankfurt – Heidelberg
Flogið með Icelandair til Frankfurt. Brottför kl 7:35 lending kl 12:00 að staðartíma en það er eins tíma munur á Íslandi og Þýskalandi. Ekið er frá flugvellinum í Frankfurt til Heidelberg sem er um 82 km og um það bil klukkutíma akstur. Eftir innritun á hótelið okkar sem er á besta stað í miðbænum er kjörið að kanna næsta nágrenni með fararstjóranum.
1. desember – föstudagur Heidelberg–skoðunarferðvínsmökkun-kvöldverður   Tveggja til þriggja tíma gönguferð um Heidelberg. Á göngu er gott að kynnast gamla bænum í Heidelberg, Kastalinn í Heidelberg átti sér verndarengil.  Búið var að fyrirskipa niðurrif kastalarústanna þegar verndarengillinn keypti rústirnar og notaði allt sitt sparifé til þess að bjarga þeim. Listamenn hafa keppst um að skrifa um borgina, mála, lofsyngja eða dásama gamla bæinn á sinn hátt í gegnum tíðina. Þannig er borgin orðin ódauðleg og í hugum margra og ein rómantískustu borgum Þýskalands. Námsmenn og gamlar byggingar, sagan, þröngar götur, áin Neckar, gömlu brýrnar, verslanir, veitingastaðir og ekki síst jólastemmningin ber á góma í göngu um bæinn.  Það er gaman að taka litla lest sem gengur  upp að kastalarústunum sem gnæfa svo tignarlega yfir bænum að njóta útsýnisins yfir borgina svo og að skoða hallarsvæðið og  berja augum eina stærstu víntunnu heims, sem þarna er að finna.  Seinnipart dags verður farið í vínsmökkun og borðaður kvöldverður á veitingastað í miðbænum og hlegið, sungið og haft gaman.
2. desember – laugardagur   Frjáls dagur
Dagur til að njóta aðventustemningarinnar, kíkja í verslanir, ylja sér við jólaglögg, hlusta á fallega tónlist og njóta lífsins. Á jólamarkaðainum skiptast á básar með alls konar jólaskrauti og jólavörum í bland við aðra þar sem hægt er að kaupa bolla af heita jólavíninu Glühwein og pylsur af ýmsum stærðum og gerðum. Um kvöldið verður farið að borða á góðum veitingastað í bænum. Sjá myndband af jólamarkaðnum hér
3. desember – sunnudagur   Rothenburg ob der Tauber dagsferð
Eftir morgunverð á hótelinu verður boðið upp á ferð til borgarinnar Rothenburg ob der Tauber sem er einstaklega falleg. Við göngum um borgina og er hægt að ímynda sér riddara þeysa þarna um enda eru minjar miðalda áberandi í þessari borg.  Heimsókn í jólabúðina, Käthe Wohlfahrt, er nokkurn veginn skylda – en verslunin sem opin er allt árið, er löngu orðin heimsfræg. Þar er komið inn í ævintýraveröld, svo glitrandi og hlaðna að skilningarvitin hafa vart við að innbyrða herlegheitin. Jólamarkaðurinn er mjög þekktur hér og er gaman að skoða hann og fá sér léttan hádegisverð og drykk á eldri veitingastöðum borgarinnar. Verð á þessari ferð er € 90.  Íslensk fararstjórn.
4. desember – mánudagur Frankfurt – Keflavík
Brottfarardagur. Eftir morgunverð eða kl. 9:30 er ekið til Frankfurt flugvallar. Flugtak kl. 13.25 og er lending í Keflavík áætluð kl. 16:00

Hótel í Heidelberg

Hótel Bayerischer Hof  er 3* hótel á mjög góðum stað í miðbænum. Þetta hótel í Heidelberg er frá árinu 1856 og býður upp á rúmgóð gistirými. Það er staðsett á besta stað í miðbænum. Herbergin eru rúmgóð og nútímalega hönnuð. Þau eru með minibar, sjónvarpi og sérbaðherbergi.  Gestir geta notið þess að snæða ríkulegt, nýútbúið morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Boðið er upp á herbergisþjónustu.  Farangursgeymsla og öryggishólf eru einnig í boði.

Í göngugötunni „Hauptstrasse“ má finna mjög þekkta og flotta jólaverslun

Verð kr.
kr. 142.700 á mann í  tvíbýli  *
kr. 32.600 aukagjald á mann í  einbýli *

Verð er miðað við gengi evru þ. ágúst 2017

Innifalið í verði:
Flug til og frá Frankfurt með Icelandair
Flugvallarskattar og 1 taska 23 kg. og 1 handataska
Akstur til og frá flugvelli
Gisting í 4 nætur á 3* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
Vínsmökkun og kvöldverður á föstudagskvöldi
Kvöldverður á laugardagskvöldi
Gönguferð með íslenskum fararstjóra um Heidelberg
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Fæði og annað en tilgreint er í ferðalýsingu, aðgangseyrir á söfn, aðgangur að kastalanum, tónleikar og aðrar kynnisferðir sem og þjórfé

Lágmarksþátttaka:   20 manns

Hafðu samband við okkur og sendu tölvupóst hér 

Heidelberg dómkirkjanHeidelberg jólamarkaðurinnheidelberg-kastalinn-um-jolÁ jólamarkaðnum

Jólamarkaður í Heidelberg 1hopurinn-i-heidelberg-2015

Drukkið GluehweinMarktplatz in RothenburgWeihnachtsmarkt Rothenburgjolakulur-1