Lengd ferðar: 08 Dec 2017 - 12 Dec 2017
Book Now!

5 dagar, 4 nætur
Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir

Aðventuferð til Þýskalands nýtur mikilla vinsælda og margir telja alveg ómissandi að fara í svona ferð til að finna jólastemmninguna. AroundTheWorld.is býður aftur upp á aðventuferð til Heidelberg. Borgin stendur við ána Neckar norðvestast í sambandshéraðinu Baden-Württemberg, rétt austan við Rínarfljót.  Í borginni búa rúmlega 150 þúsund manns og yfir borginni gnæfir merkasta kastalarúst Þýskalands frá 13. öld og er hún upplýst á kvöldin og setur glæsilegan svip á borgina.  Hauptstrasse í Heidelberg er ein lengsta göngugatan í Þýskalandi,  með fjölda verslana, og má þar m.a. nefna H&M, C&A, Kaufhof og fleiri góðar verslanir ásamt veitingastöðum og iðandi mannlíf. Í Þýskalandi er alltaf gott að versla og Heidelberg engin undantekning þar á.

Hótelið sem dvalið verður á er staðsett á frábærum stað í miðbænum.  sem er með þröngum götum og gömlum húsum sem mörg hver hafa að geyma skemmtileg kaffi- og matsöluhús og stúdentaknæpur. Mjög stutt er í allar verslanir og á jólamarkaðinn. Boðið verður upp á skoðunarferð, vínsmökkun, og þriggja rétta kvöldverð, flottan kvöldverð á hótelinu á laugardegi og dagsferð til Rothenburg ob der Tauber á sunnudeginum.

Jólamarkaðurinn er aðallega staðsettur á tveimur torgum í miðborginni og nær hann frá Bismarcktorgi  þar sem gamli bærinn byrjar og breiðir úr sér á önnur torg gamla bæjarins(Altstadt). Litadýrð jólaljósanna í miðbænum og göngugötunni er ævintýri líkust og einnig gefur að líta fallega skreytt jólahús þar sem hægt er að kaupa jólaskraut og handunna jólamuni. Glöggið, á þýsku Glühwein, er á sínum stað og ómissandi þáttur í jólastemningunni.  Sérstaða jólamarkaðarins í Heidelberg felst í umhverfi hans. Aldagamlar byggingar gera umgjörðina einstaka og hrífandi og ekki er úr vegi að reka nefið inn í eitt af kaffi- eða veitingahúsunum sem mörg hver eru í sögufrægum húsum er bera byggingarsögu borgarinnar fagurt vitni.

Ferðatilhögun:
8. desember – föstudagur         Keflavík – Frankfurt – Heidelberg
Flogið með Icelandair til Frankfurt. Brottför kl 7:35 lending kl 12:00 að staðartíma og er eins tíma munur á Íslandi og Þýskalandi. Ekið frá Frankfurtar flugvelli til Heidelberg
9. desember – laugardagur Heidelberg–skoðunarferð–vínsmökkun – kvöldverður

Þriggja tíma gönguferð um Heidelberg. Farið verður upp í kastalann þar sem er búið að setja upp sérstakan jólablæ. skoðum hallarsvæðið og eina stærstu víntunnu heims. Um kvöldið verður vínsmökkun og þriggja rétta kvöldverður.
10. desember – sunnudagur   Rothenburg ob der Tauber dagsferð
Eftir morgunverð á hótelinu verður boðið upp á ferð til borgarinnar Rothenburg ob der Tauber sem er einstaklega falleg. Við göngum um borgina og er hægt að ímynda sér riddara þeysa þarna um enda eru minjar miðalda áberandi í þessari borg.  Heimsókn í jólabúðina, Käthe Wohlfahrt, er nokkurn vegin skylda – en verslunin sem opin er allt árið, er löngu orðin heimsfræg. Þar er komið inn í ævintýraveröld, svo glitrandi og hlaðna að skilningarvitin hafa vart við að innbyrða herlegheitin. Jólamarkaðurinn er mjög þekktur hér og er gaman að skoða hann og fá sér léttan hádegisverð og drykk á eldri veitingastöðum borgarinnar. Verð á þessari ferð er € 90.  Íslensk fararstjórn.
11. desember – mánudagur    Frjáls dagur og kvöldverður
Dagur til að njóta aðventustemningarinnar, kíkja í verslanir, ylja sér við jólaglögg, hlusta á fallega tónlist og njóta lífsins. Um kvöldið er þriggja rétta kvöldverður.
12. desember – þriðjudagur Heidelberg — Frankfurt – Keflavík
Brottfarardagur. Eftir morgunverð eða kl. 9:15 er ekið til Frankfurt. Flugtak kl. 13.25 og  lending í Keflavík kl. 16:00

Hótel í Heidelberg
Hótel Bayerischer Hof  er 3* hótel á mjög góðum stað í miðbænum. Þetta hótel í Heidelberg er frá árinu 1856 og býður upp á rúmgóð gistirými. Það er staðsett á besta stað í miðbænum. Herbergin eru rúmgóð og nútímalega hönnuð. Þau eru með minibar, sjónvarpi og sérbaðherbergi.  Gestir geta notið þess að snæða ríkulegt, nýútbúið morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Boðið er upp á herbergisþjónustu.  Farangursgeymsla og öryggishólf eru einnig í boði.

Í göngugötunni „Hauptstrasse“ má finna mjög þekkta og flotta jólaverslun

Verð kr. 
kr. 142.700 á mann í  tvíbýli  *
kr. 32.500 aukagjald á mann í  einbýli *

Verð er miðað við gengi evru þ. júní 2017

Innifalið í verði:
Flug til og frá Frankfurt með Icelandair
Flugvallarskattar og 1 taska 23 kg. og 1 handataska
Akstur til og frá flugvelli
Gisting í 4 nætur á 3* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
Vínsmökkun og kvöldverður á laugardagskvöldi
Kvöldverður á mánudagskvöldi
Gönguferð með íslenskum fararstjóra um Heidelberg
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Fæði og annað en tilgreint er í ferðalýsingu, aðgangseyrir á söfn, aðgangur að kastalanum, tónleikar og aðrar kynnisferðir sem og þjórfé

Lágmarksþátttaka:   20 manns

Hafðu samband við okkur og sendu tölvupóst hér