Lengd ferðar: 30 Mar 2018 - 06 Apr 2018
Staður: Þýskaland
Book Now!

Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir 
Leiðsögumaður í Berlín er hinn frábæri íslenski Eirik Sördal

Dresden (Flórenz Þýskalands)
þykir ein fegursta borg Evrópu og er næststærsta borg Saxlands héraðsins. Hún stendur á bökkum Saxelfs fljótsins. Borgin er þekkt fyrir ægifagrar byggingar og mikla menningu. Hún var nánast þurrkuð út af landakortinu í loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir að við erum búin að ná í farangurinn okkar í Berlín ökum við beint á hótelið okkar til hinnar fögru borgar Dresden (Flórenz Þýskalands) þar sem gist verður í 3 nætur. Akstur er áætlaður ca. 2 tímar.

Hótelið sem við gistum á er 4* og heitir Innside by Melia Dresden Hotel  og er á besta stað í  gömlu borginni sem er miðpunktur Dresden. Boðið er upp á morgunverð. Frá hótelinu er aðeins stuttur gangur í Semper Óperuna sem var byggð á árunum 1838 – 1841 en var svo eyðilögð árið 1944 og var endurbyggð og opnuð aftur 13. febrúar 1985 með óperunni „ Der Freischütz” sem samin var af Carl Maria von Weber í Dresden.

Frúarkirkjan er þekktasta kirkja borgarinnar og stendur við markaðstorgið Neumarkt í miðborginni þar sem hótelið okkar stendur líka. Hún var reist 1726-43 í barokk-stíl. Núverandi kirkja er úr sandsteini og er rúmlega 91 metra há. 1945 gjöreyðilagðist kirkjan í loftárásum og voru rústir einar í nær 50 ár.

Berlín höfuðborg Þýskalands.
Þessi borg hefur undanfarin tíu ár verið og er enn í fararbroddi nýrra strauma og stefna á öllum mögulegum sviðum borgarlífs og grósku og á þessu sama tímabili hefur fólksfækkun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi snúist við að fólk sækir nú mjög til Berlínar á ný.

Sá sem kemur til Berlínar og vonast eftir að sjá menjar um styrjöldina og eyðileggingu þá er lagði borgina í rúst fyrir 70 árum verður fyrir miklum vonbrigðum. Fátt minnir á þann tíma og heimamenn enn viðkvæmir fyrir öllu tali um þann tíma.

Þvert á móti er hér spennandi mannlíf. Borgarbúar almennt kurteisir og þjónustulund rík. Hér er æðislegt að skemmta sér og gríðarlegt úrval næturklúbba og forvitnilegra bara. Listir og menning er í hávegum höfð og söfn hér góð. Þá er arkitektúr borgarinnar einstakur og einstaklega fjölbreyttur. Ætti að gefa Berlín einkunn fkadewerá 1 til 10 kæmi ekkert annað til greina en tíu.

Berlín er almennt talað ein allra ódýrasta borg Evrópu og úrvalið hér engu minna en í stórborgum heimsins og jafnvel betra ef eitthvað er. Það skiptir þó máli hvar verslað er. Séu fágaðir og fínir hlutir á efnisskránni skal haldið beinustu leið á Ku´Damm og nærliggjandi götur. Þar eru allar helstu merkjabúðirnar á litlum bletti auk fjölda annarra „betri“ þýskra verslana. Hér þarf ekki að fara langt yfir skammt sé eitthvað sérstakt á óskalistanum. Ómissandi stopp þar er stórverslunin KaDeWe, Kaufhaus des Westerns, sem er þó í litlu frábrugðin öðrum stærri verslunarmiðstöðvum. Þó finnst mörgum til um sjöttu hæðina þar sem útibú frá Múlakaffi er til staðar en mest töluvert meira og betra úrvali en þar gerðist.

Hótelið sem við gistum á er 4* og heitir Hotel NH Berlin Kurfürstendamm  og er á besta stað næst Ku’Damm og nálægt  KaDeWe, Kaufhaus des Westens. Morgunverður innifalin.

FERÐATILHÖGUN:

29. ágúst 2018 – Miðvikudagur, Keflavík – Berlin — Dresden—kvöldverður
Flogið snemma morguns með Icelandair kl. 7:40 til Berlínar og lent á flugvellinum Berlín Tegel kl. 13:05. Ekið til Dresden sem tekur okkur rétt rúma 2 tíma. Kvöldverður á hóteli.
30. ágúst 2018 – Fimmtudagur – Gönguferð um Dresden
2—3 tíma gönguferð þar sem m.a. hin fræga Frúarkirkja er skoðuð, sem er hliðina á hótelinu okkar, gengið að Zwinger safninu sem er ein frægasta Barock bygging Þýskalands og að Semper óperunni. Frjáls dagur eftir það og tilvalið að fara í Semper óperuna en þar er sýnd óperan Lucia di Lammermoor. Hægt er að kaupa miða hér.
31. ágúst 2018– Föstudagur   Dresden—Sigling  á Elbufljóti
Frjæals dagur en um kvöldmatinn förum við í siglingu á Elbu fljóti þar sem snæddur verður kvöldverður.  Þetta er um 3ja tíma sigling.
1. september 2018 – Laugardagur    Berlin  – Dresden
Eftir morgunverð kl. 10:30 yfirgefum við hina fögru borg Dresden og ökum til Berlínar.  Ferðin tekur u.þ.b. rúma 2 tíma.  Skráum okkur inn á hótelið og síðan hittum við fararstjórann og sýnir hann okkur áttirnar
2. september 2018 – Sunnudagur  – 4 stunda skoðunarferð með leiðsögn um Berlin
Eftir morgunverð kl. 10:00 er farið í skoðunarferð um borgina í rútu með leiðsögn og er ekið frá vesturs til austurs.  M.a. er ekið framhjá Berlínarmúrnum, Brandenburgarhliðinu, Reichtag, Checkpoint Charlie og margt fleira. Ferðin tekur ca. 4 tíma og er hinn frábæri Eirik Sördal leiðsögumaður í þessari ferð. Hann er íslenskur.
3. september 2018Mánudagur  Gönguferð 2 – 2,5 tími með leiðsögn Eiriks Sördal valfrjáls ferð
Gengið er um Nikulásarhverfið þar sem byggðin hófst í Berlin á 13. öld og leyndardómar Austur-
Berlínar skoðaðir þar sem Stasi vakti yfir hverjum manni. Mjög áhugaverð ferð með Eirik.
Verð á mann € 20
4. september 2018 – Þriðjudagur—frjáls dagur—sameiginlegur kvöldverður
Þetta er tilvalinn dagur til að versla, skoða sig enn betur um í Berlín.  Hér má sjá kort af ýmsum verslunum sem eru nálægt hótelinu okkar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður.
5. september 2018 – Miðvikudagur   Berlin—Keflavík   Heimferð
Eftir morgunverð um kl. 10:00 kemur rúta og sækir okkur á hótelið og ekur okkur á flugvellinn í Berlin Tegel og förum við í loftið kl. 14:05 og áætluð lending í Keflavík kl. 15:40

Leiðin sem farin verður sjá hér

Verð kr.
kr.  á mann í  tvíbýli  *
kr.  aukagjald á mann í  einbýli *

*Verð er miðað við gengi evru jan 2018

Innifalið í verði:
Flug með Icelandair til og frá Berlin Tegel flugvelli
Flugvallarskattar og 1 taska 23 kg. og 1 handataska
Allur akstur til og frá flugvelli og á milli Dresden og Berlínar
Skoðunarferð um Berlin í rútu
Gisting í 7 nætur á 4* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
Páskasigling á Elbu með hádegisverði
2 kvöldverðir
Íslensk fararstjórn og leiðsögn

Ekki innifalið:
Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í ferðalýsingu
Aðgangseyrir á söfn, óperuna, Frauenkirche. tónleika og aðrar kynnisferðir
Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann og rútubílstjóra.

Lágmarksþátttaka:   20 manns

Bókaðu þig í ferðina hér fyrir neðan og hakaðu við gönguferðina 2 – 2,5 tími með leiðsögn Eiriks Sördal  sem er valfrjáls og kostar € 20 á mann

* Verður að fylla út
* Verður að fylla út
* Verður að fylla út

 

Greiðslusíða

MYNDIR

Dresden og Berlín

 zwingerfelsen-in-konigsstein-1frauenkirche-inni

semper-operahause-in-dresdensemper-operuhusid-inni    

altmarkt-galerie-dresden

neues-palais-potsdam