Lengd ferðar: 11 Oct 2018 - 18 Oct 2018
Staður: Þýskaland
Book Now!

Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir 
Leiðsögumaður í Berlín er hinn frábæri íslenski Eirik Sördal

Dresden (Flórenz Þýskalands)
þykir ein fegursta borg Evrópu og er næststærsta borg Saxlands héraðsins. Hún stendur á bökkum Saxelfs fljótsins. Borgin er þekkt fyrir ægifagrar byggingar og mikla menningu. Hún var nánast þurrkuð út af landakortinu í loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir að við erum búin að ná í farangurinn okkar í Berlín ökum við beint á hótelið okkar til hinnar fögru borgar Dresden (Flórenz Þýskalands) þar sem gist verður í 3 nætur. Akstur er áætlaður ca. 2 tímar.

Hótelið sem við gistum á er 4* og heitir Innside by Melia Dresden Hotel  og er á besta stað í  gömlu borginni sem er miðpunktur Dresden. Boðið er upp á morgunverð. Frá hótelinu er aðeins stuttur gangur í Semper Óperuna sem var byggð á árunum 1838 – 1841 en var svo eyðilögð árið 1944 og var endurbyggð og opnuð aftur 13. febrúar 1985 með óperunni „ Der Freischütz” sem samin var af Carl Maria von Weber í Dresden.

Frúarkirkjan er þekktasta kirkja borgarinnar og stendur við markaðstorgið Neumarkt í miðborginni þar sem hótelið okkar stendur líka. Hún var reist 1726-43 í barokk-stíl. Núverandi kirkja er úr sandsteini og er rúmlega 91 metra há. 1945 gjöreyðilagðist kirkjan í loftárásum og voru rústir einar í nær 50 ár.

Berlín höfuðborg Þýskalands.
Þessi borg hefur undanfarin tíu ár verið og er enn í fararbroddi nýrra strauma og stefna á öllum mögulegum sviðum borgarlífs og grósku og á þessu sama tímabili hefur fólksfækkun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi snúist við að fólk sækir nú mjög til Berlínar á ný.

Sá sem kemur til Berlínar og vonast eftir að sjá menjar um styrjöldina og eyðileggingu þá er lagði borgina í rúst fyrir 70 árum verður fyrir miklum vonbrigðum. Fátt minnir á þann tíma og heimamenn enn viðkvæmir fyrir öllu tali um þann tíma.  

Þvert á móti er hér spennandi mannlíf. Borgarbúar almennt kurteisir og þjónustulund rík. Hér er æðislegt að skemmta sér og gríðarlegt úrval næturklúbba og forvitnilegra bara. Listir og menning er í hávegum höfð og söfn hér góð. Þá er arkitektúr borgarinnar einstakur og einstaklega fjölbreyttur. Ætti að gefa Berlín einkunn frá 1 til 10 kæmi ekkert annað til greina en tíu.

Berlín er almennt talað ein allra ódýrasta borg Evrópu og úrvalið hér engu minna en í stórborgum heimsins og jafnvel betra ef eitthvað er. Það skiptir þó máli hvar verslað er. Séu fágaðir og fínir hlutir á efnisskránni skal haldið beinustu leið á Ku´Damm og nærliggjandi götur. Þar eru allar helstu merkjabúðirnar á litlum bletti auk fjölda annarra „betri“ þýskra verslana. Hér þarf ekki að fara langt yfir skammt sé eitthvað sérstakt á óskalistanum.

Hótelið sem við gistum á er 4* og heitir Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz Hotel  og stendur við Alexanderplatz þar sem allar verslanirnar eru. Morgunverður er innifalin.

FERÐATILHÖGUN:
11. október 2018 – Fimmtudagur, Keflavík – Berlin — Dresden—kvöldverður
Flogið snemma morguns með Icelandair kl. 7:40 til Berlínar og lent á flugvellinum Berlín Tegel kl. 13:05. Ekið til Dresden sem tekur okkur rétt rúma 2 tíma. Kvöldverður á hóteli.
12. október 2018 – Föstudagur – Gönguferð um Dresden
Létt gönguferð 2 – 3 tímar þar sem við kynnumst gamla hluta borgarinnar m.a. er hin fræga Frúarkirkja skoðuð, en hún er við hliðina á hótelinu okkar.  Við röltum að Zwinger safninu sem er ein frægasta Barock bygging Þýskalands og síðan að Semper óperunni. Frjáls dagur eftir það og er gaman að fara í búðir og um kvöldið er tilvalið að fara í Semper óperuna en þar er sýnd óperan Fidelio. Hægt er að kaupa miða hér.
13. október 2018– Laugardagur   Dresden—Sigling  á Elbufljóti um Saxnesku Swiss
Eftir morgunmat eða um kl. 9 förum við í siglingu á Elbu fljóti þar sem við siglum um Saxnesku Swiss til postulínsborgarinnar Meiβen. Við skoðum gamla bæinn og hið fræga Meiβen postulín.  Komið til baka um kl. 18
14. október 2018 – Sunnudagur    Berlin  – Dresden
Eftir morgunverð kl. 10:30 yfirgefum við hina fögru borg Dresden og ökum til Berlínar.  Ferðin tekur u.þ.b. rúma 2 tíma.  Skráum okkur inn á hótelið og síðan hittum við fararstjórann og sýnir hann okkur áttirnar
15. október  2018 – Mánudagur  – 4 stunda skoðunarferð með leiðsögn um Berlin
Eftir morgunverð kl. 10:00 er farið í skoðunarferð um borgina í rútu með leiðsögn og er ekið frá vesturs til austurs.  M.a. er ekið framhjá Berlínarmúrnum, Brandenburgarhliðinu, Reichtag, Checkpoint Charlie og margt fleira. Ferðin tekur ca. 4 tíma og er hinn frábæri Eirik Sördal leiðsögumaður í þessari ferð. Hann er íslenskur.   
16. október 2018Þriðjudagur  Gönguferð 2 – 2,5 tími með leiðsögn Eiriks Sördal valfrjáls ferð
Gengið er um Nikulásarhverfið þar sem byggðin hófst í Berlin á 13. öld og leyndardómar Austur-Berlínar skoðaðir þar sem Stasi vakti yfir hverjum manni. Mjög áhugaverð ferð með Eirik.
Verð á mann € 20
17. október 2018 – Miðvikudagur—frjáls dagur—sameiginlegur kvöldverður
Þetta er tilvalinn dagur til að versla, skoða sig enn betur um í Berlín.  Hér má sjá kort af ýmsum verslunum sem eru nálægt hótelinu okkar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður.
18. október 2018 – Fimmtudagur   Berlin—Keflavík   Heimferð
Eftir morgunverð um kl. 10:00 kemur rúta og sækir okkur á hótelið og ekur okkur á flugvellinn í Berlin Tegel og förum við í loftið kl. 14:05 og áætluð lending í Keflavík kl. 15:40

Leiðin sem farin verður sjá hér

Verð kr.
kr. 230.100  á mann í  tvíbýli*
kr. 50.300 aukagjald á mann í  einbýli *

*Verð er miðað við gengi evru mars 2018

Innifalið í verði:
Flug með Icelandair til og frá Berlin Tegel flugvelli
Flugvallarskattar og 1 taska 23 kg. og 1 handataska
Allur akstur til og frá flugvelli og á milli Dresden og Berlínar
Skoðunarferð um Berlin í rútu
Gisting í 7 nætur á 4* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
Heilsdagsferð sigling um Saxnesku Swiss til postulínsborgarinnar Meiβen
2 kvöldverðir
Íslensk fararstjórn og leiðsögn

Ekki innifalið:
Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í ferðalýsingu
Aðgangseyrir á söfn, óperuna, Frauenkirche. tónleika og aðrar kynnisferðir
Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann og rútubílstjóra.

Lágmarksþátttaka:   20 manns

Bókaðu þig í ferðina hér fyrir neðan og hakaðu við gönguferðina 2 – 2,5 tími með leiðsögn Eiriks Sördal  sem er valfrjáls og kostar € 20 á mann

* Verður að fylla út
* Verður að fylla út
* Verður að fylla út

 

Greiðslusíða

MYNDIR

Dresden og Berlín

 zwingerfelsen-in-konigsstein-1frauenkirche-inni

semper-operahause-in-dresdensemper-operuhusid-inni    

altmarkt-galerie-dresden

neues-palais-potsdam