Lengd ferðar: 12 Sep 2018 - 27 Sep 2018
Book Now!

Leiðsögumaður: Anna Birgis
Fararstjóri: Pálína Kristins

Lúxusferðin okkar þetta árið er um Kína þar sem við munum skoða margt af því besta sem landið hefur uppá að bjóða. Við skoðum helstu perlur landsins Peking, Xian, Guilin og Shanghai auk þess að fara í siglingu á Yangtzi fljótinu. Í Peking skoðum við m.a. Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og Kínamúrinn.  Við skoðum Ólympíuleikvanginn sem byggður var fyrir ólympíuleikana í Peking 2008 og þau einstöku og glæsilegu mannvirki Fuglshreiðrið og vatnskubbinn.

Við fljúgum til Xian þar sem við skoðum Terrakotta herinn sem samanstendur af 7 þúsund leirstyttum sem fannst af tilviljun árið 1974 og þykir einn merkasti fornleifa fundur veraldar. Við heimsækjum einnig Big Wild Goose Pagoda, Búddahof sem var byggt 652.   Frá Xian verður flogið til Guilin og komum okkur fyrir á fimm stjörnu hóteli. Í Guilin skoðum við m.a. þekktan helli sem heitir Reed Flute Cave, klett sem er eins og fíll í laginu og sveitir landsins.

Hápunktur ferðarinnar verður án efa ógleymanleg sigling með skemmtiferðaskipi á Yangtze fljótinu þriðja stærsta fljóti heims. Við siglum frá Chongqing til Yichang og á leiðinni sjáum við gljúfrin 3, Xiling-gljúfur, Wu-gljúfur og Qutang-gljúfur, draugabæinn Fengdu og stóru stíflurnar. Við notum hið virta skipafélag Victoria Cruises sem endurspeglar mikil gæði og góða þjónustu.

Frá Yichang tökum við lest til Shanghai og verðum á fyrsta farrými. Við förum skoðunarferð um borgina, dagsferð til Suzhou þar sem við munum skoða Silkisafnið og Lingering Garden og margt fleira. Flogið verður heim frá Shanghai. Í þessari ferð er gist á 4* og 5* hótelum.

FERÐATILHÖGUN:

12. september 2018 – miðvikudagur –  dagur 1 Keflavík – Helsinki – Peking
Flogið til Helsinki með Finnair kl. 9:25 og lent í Helsinki kl. 15:55 að staðartíma(3 tímar mismunar). Flogið áfram með Finnair til Peking kl. 18:20. Biðtími er því aðeins rúmir 2 tímar.

13. september 2018 – fimmtudagur – dagur 2    Peking
Lent í Peking kl. 06:55 að staðartíma.  Það verður tekið á móti okkur á flugvellinum og við keyrð á hótelið sem er staðsett miðsvæðis í Peking. Við komum okkur fyrir á hótelinu og tökum svo léttan göngutúr um borgina og borðum kvöldverð á veitingastað í borginni. Við dveljum í fjórar nætur á 4* hóteli Sunworld Dynasty Hotel sem er staðsett miðsvæðis í borginni.   Matur:  K
14. september 2018 – föstudagur – dagur 3    Peking
Forboðna borgin, Torg hin himneska friðar og Himnahofið
Eftir morgunverð förum við að Forboðnu borginni, þá á Torg hins himneska friðar (Tiananmen torg) þar sem við röltum um á torginu Torgið hefur verið vettvangur margra atburða í sögu Kína. Utan Kína er torgið þekktast vegna mótmælanna sem voru á torginu 1989. Torgið er 40,5 hektarar að stærð.  Við förum að Himnahofinu og að lokum förum við í Jingshan garðinum þar sem margt er að skoða og endum við á perlumarkaðnum í Peking.  Við borðum léttan hádegisverð og um kvöldið er svo hin fræga Peking önd á matseðlinum á veitingastaðnum Quanjude. Kort hér  Matur:  M,H,K
15. september 2018 – laugardagur – dagur 4   Peking
Kínamúrinn – Sumarhöllin – Olímpíuleikvangurinn
Eftir morgunverð förum við og skoðum Kínamúrinn sem er allt í allt 7300 km langur, ef tvöföldun er ekki tekin með þá er hann um 6700 km langur. Múrinn er að meðaltali sjö til átta metra hár og fer mest í 10 metra. Hann er sex metra breiður og hægt er að ganga ofan á múrnum og eru eins metra háir kantar ofan á múrnum svo að hestar og menn falli ekki af honum. Tröppur liggja upp á múrinn og á 200-300 metra fresti kemur svo upphækkaður stallur sem gaf góða sýn yfir bardagann. Þar uppi kemur svo reglulega ljósviti eða skjól fyrir hermennina í stormum. Við fáum góðan tíma til að rölta um á múrnum.  Þaðan förum við og skoðum Sumarhöllina og að lokum er Olympíuleikvangurinn skoðaður þ.e.a.s. Vatnskubburinn og Fuglshreiðrið en í því voru leikarnir settir árið 2008. Sjá kort af leiðinni hér
Matur:  M,H,K
16. september 2018 – sunnudagur – dagur 5  Peking Frjáls dagur en boðið upp á valfrjálsa ferð ca. 4 tímar um gömlu Peking – Hutong hverfi
Frjáls dagur en eftir morgunverð verður boðið upp á valfrjálsa ferð  í eitt af mörgum gömlu Hutong hverfum í Peking. Þessi gömlu hverfi eru uppbyggð af þröngum götum og húsasundum. Við förum á Rickshaw um hverfið, þar sem almennir Kínverjar hafa búið við nánast sömu aðstæður um langan tíma. Við endum ferðina á því að borða saman hádegisverð í heimahúsi.  Panta þarf fyrirfram í þessa ferð. Matur:  M
17. september 2018 – mánudagur – dagur 6   Peking – Xian
Flogið til Xi’an – Muslim street skoðað, borgarmúrinn og Búddahof
Eldsnemma morguns verður flogið til Xian og vonum við að við  fáum morgunmatinn okkar framreiddan í fyrra lagi. Rúta kemur og sækir okkur á  hótelið í Beijing ekur okkur út á flugvöll og fljúgum við í vestur til Xi’an, upphaf fornu silkileiðarinnar. Þar dveljum við í eina nótt á 4* hóteli Hotel Grand Park Xian  sjá hér.  Við skoðum frægt Búdda hof sem kennt er við villta gæs sem féll til jarðar á þeim stað sem hofið er og er kallað Big Wild Goose Pagoda áður en haldið er inn í miðborg Xi’an þar sem klifið verður upp á gamla borgarmúrinn og gamla múslimahofið heimsótt. Dumplings-kvöldverður ásamt hugljúfri sýningu í anda Tang-valdatímabilsins verður í boði um kvöldið.   Matur:  M,H,K

18. september 2018 – þriðjudagur – dagur 7   Xian – Guilin
Leirherinn, listasafn þar sem sýnt er Chinese calligraphy og flug til Guilin
Eftir morgunverð á hótelinu okkar munum við skoða leirherinn fyrir utan Xi’an, sem vernda átti fyrsta keisarann í Kína, Qin, í eftirlífinu. Xian er höfuðborg Shaanxi héraðsins og var fyrsta höfuðborg Kína undir stjórn Qing ættarinnar og hefur mikilvægt sögulegt gildi. Hér er án efa áhugaverðast að upplifa hinn stórkostlega Terracottaher. Það var Qin Shi Huangdi keisari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum. Það var síðan fyrst árið 1974 að bóndi frá svæðinu uppgötvaði þennan merka fund af algjörri tilviljun. Við förum á Xian listasafnið þar sem okkur verður sýnd Chinese calligraphySíðla dagsins er flogið til Guilin, þar sem við dveljum í 2 nætur á fimm stjörnu hóteli, Lijiang Waterfall inn í miðjum bænum. Hótelið er m.a. þekkt fyrir að bjóða upp á stærsta manngerðan foss í heimi sem streymir niður hliðar hótelsins hvert kvöld Matur:  M, H
19. september 2018 – miðvikudagur – dagur 8   Guilin
Reyrflautuhellir og klettur sem er eins og fíll í laginu
Hellir sem bjargaði lífi mörg þúsund Guilinbúa í seinni heimstyrjöldinni er heimsóttur eftir morgunmat, en um er að ræða fagran og upplýstan dropasteinshelli. Þá skoðum við klett úr kalksteini sem minnir á fíl að drekka vatn úr ánni (e. Elephant Trunk Hill). Að þeirri heimsókn lokinni tekur við frjáls tími, en um kvöldið er boðið upp á kvöldverð á veitingastað í bænum.  Matur: M,H,K

20. – 23. september 2018 – fimmtudagur – sunnudags    dagar 9 – 12
Guilin – Congqing – Yangtze River með Skemmtiferðaskipinu Victoria Selina

Morgunverður verður tekinn snemma þennan daginn þar semvið tökum lest frá Guilin til Congqing er kl. 9:40. Þegar komið er til Congqing er okkur boðið upp á skoðunarferð um borgina.  Áður en við förum í skipið okkar Victoria Selina Cruises verður snæddur kvöldverður. (M, K)

Yangtze fljótasigling á 5* skemmtiferðaskipi Victoria Selina sjá videó hér
Besti tíminn til að taka Yangtze River Cruise er frá apríl – september eða september – október en þessa  mánuði er veðrið milt. Skemmtiferðaskipið okkar siglir ca. 600 km. frá Chongqing til Yichang og má sjá siglingaleiðina hér .

Lagt verður upp frá Chongqing og siglt niður Yangtze fljótið. Fyrst er siglt um Qutang gljúfur, þá Wu gljúfur og síðast Xiling gljúfur. Qutang er styst, 8 km að lengd, en hrikalegt með bröttum og tignarlegum klettaveggjum sitt hvoru megin. Wu er 44 km að lengd og liggja fallegar hlíðar til beggja hliða. Xiling gljúfrið er lengst eða 75 km, straummikið og liggja hliðargljúfur út frá því sem við sjáum á siglingunni.  Lagt er að landi og farið frá borði til að skoða athyglisverða staði hér og þar. Annan daginn í siglingunni heimsækjum við drauga- og djöflaborgina Fengdu sem stendur á fjallinu Ming. Á þriðja degi siglum við upp hliðarfljót á minni bátum og skoðum þetta hrífandi landslag.  Á fjórða degi fer skipið í gegnum fimm þrepa skipastiga, sem er ennþá stærsti skipastigi í heimi. Einnig verður hin stórmerka Yangtze-stífla skoðuð, en þess má geta að virkjunin er 31 sinnum stærri en Kárahnjúkavirkjun og stærsta mannvirki af þessu tagi í heiminum. Lagt er að landi um kl. 13 í Yichang.  Dagskrá skipsins þessa daga má sjá hér

21. september 2018 – föstudagur – dagur 10  Yangtze-fljótið
Það fer eftir umferð og vatnshæð hvort farið verður til draugabæjarins Fengdu eða til Shabaozhai sem er þekkt fyrir falleg hof og musteri. Þessi ferð kosta aukalega ca. kr. 5.500 á mann. Á skipinu er hægt að taka þátt í kennslu í Tai-chi eða hlusta á fyrirlestur um hefðbundin Kínversk meðul. Um kvöldið er ykkur boðið í „Captains coctail party“ um borð í skipinu. Matur: (M,H,K)
22. september 2018 – laugardagur – dagur 11  Yangtze-fljótið     Gljúfrin þrjú eru án efa bæði þekktust og mest mynduð af ferðamönnum sem sigla á Yangtze fljótinu. Við siglum framhjá tveimur af þeim fyrstu um morguninn og síðan siglum við í smábátum á einum af mörgum hliðarám. Boðið verður upp á ferð til Baidicheng eða White Emperor City  og kostar hún kr.  5.500 á mann.  Matur: (M,H,K)
23. september 2018 – sunnudagur – dagur 12
Yangtze – Yichang –Shanghai
Einn af hápunktum ferðarinnar er óneitanlega hin gríðastóra stífla – sem er heimsins stærsta af sinni tegund. Hér er framleitt 22.500 megavatta straumur sem svarar til 5% af notkun Kína af rafmagni. Skipið kemur til Yichang eftir hádegi og undir kvöld fljúgum við í norðaustur til stórborgarinnar Shanghai, þar sem við dveljum síðustu daga ferðarinnar á mjög góðu hóteli.  Shanghai ber einnig gælunafnið ”Drottning Austurlanda”.  Shanghai er heimsborg og fjölmennasta borg landsins. Borgin er einnig flaggskip Kína hvað varðar nútímann og mikilvægasta menningar-, iðnaðar- og atvinnumiðstöð í Kína. Auk þess var hún gestgjafi heimssýningarinnar (EXPO 2010). Við tökum lest frá Yichang til Shanghai þar sem flugið er svo seint og kemur rúta og sækir okkur á lestarstöðina og ekur okkur á hótelið okkar Central Hotel Shanghai sem er vel staðsett skammt frá Bund svæðinu sjá hér.   Matur: M

Skemmtlegt videó um hluta ferðarinnar sjá hér

24. september 2018 – mánudagur – dagur 13 Shanghai  –  skoðunarferð
Yu garðurinn – markaður – Jaðe Búdda hof – Franska hverfið
Eftir morgunverð förum við í skoðunarferð. Við byrjum á  því að fara í Yu Garden sem er gamall kínverskur garður byggður um 1559 og var í eigu aðalsættar sem bjó í borginni. Í kringum garðinn er svo að finna líflegan, gamlan markað með ýmis konar verslunum. Við fáum okkur hádegisverð  og  heimsækjum Búdda hof, sem kennt er við stórt líkneski úr Jaðe (e. Jade Buddha Temple) og að lokum skoðum við franska hverfið í Shanghai.  Matur:  M,H,K
25. september 2018 – miðvikudagur – dagur 14   Suzhou
Silkisafn – Lingering garðurinn – Penjang gatan
Eftir morgunverð ökum við ca. einn og hálfan tíma sem leið liggur til Suzhou. Borgin er þekkt fyrir silkiiðnað og hér fáum við smá innsýn í hann.  Fyrir hádegi förum við í  silkivinnslufyrirtæki, þar sem við fylgjumst með ferlinu,  allt frá því að sjá silkiorma háma í sig  mórberjalauf, til þess að horfa á sýningarstúlkur líða um í silkifatnaði. Við skoðum hér einnig lítið silkisafn, með gömlum vefstólum og klæðnaði. Skoðaðu video af silkiframleiðslu með því að smella hér. Eftir hádegi förum við í “Ísaumastofnun”, þar sjáum við hvernig konur skapa ótrúleg listaverk, með  örþunnum silkiþráðum.  Inni í garði stofnunarinnar, skoðum við sérstakt “fjall”, sem gert er af  mannahöndum.  Það er svo sérstakt, að það er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.  Við förum um í elsta hluta Suzhou í “hjólatíkum” (rickshaw), en það eru hjól, með tveggja manna vögnum. Hjólreiðakarlarnir hjóla með okkur um þröng stræti, þar sem engir bílar komast að. Það er gaman að vera með um þennan gamla ferðamáta, sem ennþá er í notkun. Skoðum Penjang road sem er vatnsgata eða síkisgata.  Í lok dags er ekið aftur til Shanghai.  Matur:  M,H,K
26. september 2018 – miðvikudagur – dagur 15  Shanghai
Frjáls dagur og er alveg tilvalið að fara á eitt frægasta svæði Shanghai, verslunargötuna Nanjing-stræti og Bund-svæðið. Þaðan er hægt að njóta útsýnis yfir Pu-ánna að nýja Pudong-hluta borgarinnar, en stærstu skýjakljúfar Kína eru þar að finna. Matur: M
27. september 2018 – fimmtudagur – dagur 16   Heimferð
Eftir morgunmatinn sem við tökum snemma morguns höldum við út á flugvöll, en í dag liggur leiðin heim til Íslands með millilendingu í Helsinki.  Flug frá Shanghai er kl. 9:20 um morguninn að staðartíma og lent er í Keflavík kl. 17 að staðartíma sama dag. Þarna græðum við aftur 8 tímana sem við töpuðum á leið til Kína og verður þetta því mjög langur dagur í okkar huga.  Matur:  M

Veðurútlit í Kína á meðan dvöl okkar stendur

 

 

 

 

 

Verð kr. á mann í  tvíbýli 622.500*
aukagjald fyrir einbúli er kr. 121.400
* Verð er miðað við gengi Seðlabanka Íslands mars 2018   

Mikið innifalið:
Flug og flugvallarskattar
Allt innanlandsflug
Gisting á 4* og 5* hótelum
Yangtze sigling á 5* skipi 4 dagar 3 nætur
Morgunverður á öllum hótelum, 8 hádegisverðir, 8 kvöldverðir
Íslensk fararstjórn, staðarleiðsögn, rútur til og frá flugvelli og allar dagsferðir skv. dagskrá

Ekki innifalið:
Fæði eða annað en tilgreint er í ferðalýsingu, aðrar kynnisferðir og drykkir og þjórfé m.a. til staðarleiðsögumanns, bílstjóra og þjónustufólks á skipinu.

Lágmarksþátttaka í ferðina er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella niður ferðina ef það næst nægjanleg þátttaka

Fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Forfallatrygging er ekki í boði og er mælt með því að fólk taki sér sérstaka ferðatryggingu.
Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við útgáfuaðila kortsins eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.
Verð ferðar miðast við gengi og flugvallaskatta mars 2018 og er háð almennum gengisbreytingum.

Kynnið ykkur mikilvægar upplýsingar hér