Lengd ferðar: 02 Jun 2018 - 11 Jun 2018
Staður: Ítalía

Það er tilvalið að skella sér til Ítalíu í nokkra daga og leigja sér bíl og keyra um Norður Ítalíu.  Það er dásamlegt að heimsækja vötnin í norðri Lago di Garda, Lago di Como og Lago Maggiore.  Einnig er tilvalið að skoða flottu borgirnar Verona og Feneyjar.

Gardavatnið – Lago di Garda á Norður Ítalíu
(sem eitt sinn hét Benaco) og umhverfi þess, er af mörgum talið eitt fallegasta landssvæði Ítalíu. Það liggur á Norður-Ítalíu, rétt við rætur Alpafjallanna. Vatnið, sem er stærsta stöðuvatn Ítalíu, er að mestu umlukið fjöllum en syðri endi þess snertir aðeins Pósléttuna. Gardavatnið er raunar ekki bara vatn, heldur leynast þar einnig litlar víkur, strandlengjur fyrir sólbaðsunnendur og eyjar.

Þetta stærsta vatn Ítalíu, umvafið fallegri náttúru, ólífutrjám, vínviði og öðrum suðrænum gróðri og einstakri stemmningu. Að rölta meðfram vatninu, kitla bragðlaukana á góðu veitingahúsi eða skella sér í siglingu til einhverra af hinum fjölbreyttu og áhugaverðu staða í nágrenninu eru aðeins örfáar ástæður fyrir því að fjöldi ferðamanna flykkist að Gardavatninu

Við höfum verið að útvega fjölskyldum flug og gistingu við Gardavatnið á 4 stjörnu hóteli nálægt vatninu. Viðskiptavinir okkar sjá sjálfir um að leigja sér bíl og koma sér á svæðið.

Lago Maggiore
Lago Maggiore er 213 ferkílómetrar að stærð sem gerir það næststærst af ítölsku vötnunum. Lago Maggiore er langt og mjótt en það er tæplega 65 kílómetrar að lengd og 3-5 kílómetra breitt nema á milli bæjanna Pallanza og Stresa þar sem það er 10 kílómetrar á breidd. Efsti hluti vatnsins tilheyrir Sviss en landamæri ítölsku héraðanna Lombardia og Piemonte liggja upp eftir vatninu. Það eru margar gulfallegar eyjar í vatninu, t.d. Isola Superiore, Isola Madre, Isola Bella, Isola San Giovanni og eyjarnar Sant Apolinare og Isole di Brissago sem tilheyra Sviss.

 


Lago di Como

Svo er röðin komin að Lago di Como sem er 146 ferkílómetrar að stærð, þriðja stærst af ítölsku vötnunum. Lago di Como er af mörgum talið það fallegasta af þeim og margir vilja meina að það sé það fallegasta í Evrópu. Það er óendanlega djúpt, hvorki meira né minna en 400 metrar og er talið að botn þess liggi 200 metrar undir sjávarmáli.

Lago di Como er umkringt húsum ríka fólksins, vínekrum og skrautgörðum en vatnið hefur verið vinsælt meðal þeirra ríku og frægu allt frá tímum rómverja og í dag á margt frægt fólk glæsihýsi við vatnið, t.d. George Clooney, Richard Branson, Madonna, Julian Lennon og Sylvester Stallone.

Norður Ítalía býður upp á marga möguleika og er hægt að keyra þarna um, fara í vínsmökkun og borða dásamlegan ítalskan mat eða bara njóta sín.  Svo er ekki úr vegi að fara í golf á þessum tíma og prófa eitthvað alveg nýtt en við bjóðumst einnig til að bóka ykkur í golf.

Ferðatilhögun:
2. júní  2017 – Laugardagur,     Keflavík – Milanó
Brottför:           13:50     Reykjavík, Ísland – Keflavik International
Koma:              19:40     Milano Malpensa Airport, Italía Terminal 1

2. — 11. júní 2018 – Gisting á 4* hóteli  við flugvöllinn Milano Malpensa með morgunmat aðeins 1 nótt.  Síðan er tíminn þinn fram að heimferð en ef að þú óskar eftir því að aðstoðum þig  við að bóka bílaleigubíl og hótel á þeim stöðum sem þið viljið gista á er það sjálfsagt og tökum við þá bókunargjald.. 

11. júní 2017 – Mánudagur  Heimferð Mílanó—Keflavík
Brottför:           20:40      Milano Malpensa Airport, Italía Terminal 1
Koma    :           22:55      Reykjavík, Ísland – Keflavik Intl

Verð kr. 75.400 á mann í  tvíbýli með morgunverði
* Verð er miðað við gengi Seðlabanka Íslands jan 2018

ATH. Aðeins flug og ein nótt á hóteli er inni í þessu verði.

Hafðu samband við okkur hér