Lengd ferðar: 29 Apr 2017 - 10 May 2017
Book Now!

Gardavatnið – Lago di Gardabátsferð til Limione
(sem eitt sinn hét Benaco) og umhverfi þess, er af mörgum talið eitt fallegasta landssvæði Ítalíu. Það liggur á Norður-Ítalíu, rétt við rætur Alpafjallanna. Vatnið, sem er stærsta stöðuvatn Ítalíu, er að mestu umlukið fjöllum en syðri endi þess snertir aðeins Pósléttuna. Gardavatnið er raunar ekki bara vatn, heldur leynast þar einnig litlar víkur, strandlengjur fyrir sólbaðsunnendur og eyjar.

Þetta stærsta vatn Ítalíu, umvafið fallegri náttúru, ólífutrjám, vínviði og öðrum suðrænum gróðri og einstakri stemmningu. Að rölta meðfram vatninu, kitla bragðlaukana á góðu veitingahúsi eða skella sér í siglingu til einhverra af hinum fjölbreyttu og áhugaverðu staða í nágrenninu eru aðeins örfáar ástæður fyrir því að fjöldi ferðamanna flykkist að Gardavatninu

Chervò Golf Hotel Spa, Resort er fyrsta flokks golf resort****+ í sérflokki.

Hótelið
Chervò Golf Hotel Spa Resort er rúmlega 4**** paradís fyrir afslöppun og uppáhaldsíþróttina golf.

Mjög gott 75 herberbergja hótel með vel innréttuðum og hlýlegum herbergjum, með loftkælingu, minibar. 2  veitingahús, bar, heilsulind svo eitthvað sé nefnt er á staðnum. Hótelið var endurhannað árið 2009 en þarna stóð áður gamalt klaustur. Boðið er upp á frítt internet, líkamsrækt, tennis gegn gjaldi, 10% afsláttur er að SPA  og margt fleira.

Golfsvæðið
Golfvöllurinn er staðsettur suður af Garda vatni á Norður Ítalíu.  Hann er 36 holu golfvöllur,
þar af 27 holu keppnisvöllur er hannaður af arkitektinum Kurt Rossknecht en hann nýtti sér 110 hektara land í kringum gamla klaustrið og hannaði golfvöllinn.  Jafnframt er 9 holu par 3 völlurKurt Rossknecht sem er þýskur og þykir einn besti golvallahönnuður í Evrópu.  Hann hefur hannað u.þ.b. 80 golfvelli í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Egyptalandi og
Nígeríu.  Gott æfingasvæði er á staðnum til að æfa höggin og stutta spilið, 2 púttflatir og flöt til að vippa inná.  Klúbbhúsið er stutt frá hótelinu.

Hægt að skoða völlinn hér  

Sjá video um svæðið hér   og hér

 

Skrá mig á póstlista til að fá frekari upplýsingar:

Nafn:*
E-mail: