E-mail: info@www.aroundtheworld.is --- Tel:+354 564 2272
Lengd ferðar: 17 Sep 2019 - 30 Sep 2019
Staður: Ítalía suður

14 dagar/13 nætur
Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir

Ítalía er No.1 Ítalía er No.1 sem hamingjusamasta landið í heimi skv. nýjustu könnunum en stefna okkar þetta árið er að heimsækja þetta undurfallega land og munum við að þessu sinni aka niður í tána með viðkomu í Napolí.  Við munum keyra meðfram Napolíflóanum sigla meðfram Amalfiströndinni og  um Tyrrenahafið til Capri. Við ökum upp með Jónahafinu, meðfram strönd Adríahafsins og svo þverum við landið frá Bari og endum ferð okkar aftur rétt fyrir utan Róm.  Við gistum fyrstu og síðustu nóttina á flugvallarhóteli við flugvöllinn Leonardo da Vinci í Fiumicino sem er smáborg um 35 km. utan við miðborg Rómar.

Þá hefst ferð okkar suður á bóginn og byrjum við á því að heimsækja Napolí og skoða slóðir vinkvennanna Lenu og Lila.  Þá er ekið til Pompei sem geymir frægustu fornminjar veraldar og munum við fá leiðsögn um Pompei. Þar gnæfir eldfjallið Vesúvíus í allri sinni dýrð yfir Napólíflóann og er u.þ.b. 1.280 m hátt. Við ökum til Salerno þar sem við gistum í 3 nætur. Við siglum bæði og ökum með Amalfíströndinni, sem er ein fallegasta strönd Ítalíu.  Siglt verður til sæbrattrar klettaeyjunnar Caprí og boðið verður upp á ævintýralega siglingu í Bláa hellinn og að fara með stólalyftu upp á hæsta fjall eyjunnar, Monte Solaro. Við minnumst að sjálfsögðu Haukst Mortens sem söng svo fallega Capri Catarina sem má heyra hér

Frá Salerno ökum við niður í tána til héraðsins Calabria sem myndar “tána” á ítalska stígvélinu.  Calabria er þekkt fyrir öll fallegu þorpin, hvítar strendur, tæran sjó og fjörugt næturlíf. Eldhús Calabria er hérað sterkra og ákafra tilfinninga sem litar matargerð héraðsins. Chillipipar er í flestum réttum héraðsins, allt frá brauði með n’duja pylsum eða sardínum, oft kallaðar  “kavíar fátæka mannsins” til svínapylsa, pastasósa og fiskrétta.  Við ætlum að dvelja í þessu héraði 4 nætur og munum við meðal annars taka þátt í matreiðslunámskeiði, smakka vínin þeirra og heimsækja íslensk hjón sem búa í Badelato 6 mánuði á ári.

Frá Calabría ætlum við að aka til steinaborgarinnar og nýjustu James Bond borgar Matera.  Við ökum meðfram strönd Jónahafsins sjá hér og munum gista 2 nætur í bæ rétt utan við Matera sem heitir Altamura.

Frá Matera ökum við til Bari með ýmsum stoppum  m.a. skoðum við Alberobello, skoðum hellinn Grotte di Castellana sjá myndir hérÞá reynum við að kíkja á bæinn Polignano a Mare ef tími vinnst til en þar bjó söngvarinn Domenico Modugno sem söng lagið „Volare“ og vann Eurovision árið1958.  Hlustið hérVið gistum 2 nætur í Bari.  Þá er haldið aftur í átt til Rómar til heimferðar.

Það er ógleymanleg fegurð þessara staða sem mun heilla okkur í þessari ferð.

Ferðatilhögun:
Þriðjudagur      17.9.2019
  – dagur 1 Flug til Rómar með millilendingu í Amsterdam

Miðvikudagur  18.9.2019  – dagur 2 Ekið til Salerno – Napolí og Pompei skoðað á leiðinni
Ferð okkar þennan dag liggur suður á bóginn. Við byrjum á Napoli sem liggur við hinn dásamlega Napólíflóa sem er einn fallegasti flói landsins og skoðum hvert þær vinkonurnar Lenú og Lila ólust upp og að járnbrautarstöðinni Stazione Gianturco þar sem Lenú fer í fyrsta skipti út úr hverfinu sínu.  Hádegisverður á eigin vegum. Síðan verður stoppað í hinu sögulega bakaríi Scaturchio“ á San Domenico Maggiore torginu, um að gera að fá sér expresso og Sfogliatella. Frá Napolí ökum við til Pompei sem er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist.  Pompei eyðilagðist ásamt fleiri bæjum og borgum í kröftugu eldgosi úr eldfjallinu Vesúvíusi 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Nú stendur yfir mikill uppgröftur á borginni og er mjög áhugavert að skoða hana. Síðan er ekið á hótel í Salerno þar sem við gistum í 3 nætur.
Fimmtudagur  19.9.2019  – dagur 3 Ekið um Amalfiströndina – Positano – Sorrento skoðað
Amalfi ströndin tilheyrir Campania héraðinu sem er þekkt fyrir undurfallegar strendur, milt veðurfar, gnægtarbrunnur menningar, sögu og lista sem og ástríða fyrir mat gerir héraðið dásamlegt. Campania er þéttbýlasta hérað Ítalíu og það næst fjölmennasta með um 5,8 milljónir íbúa.  Við ökum þennan dag um þessa fallegu strönd og stöldrum við í Minori sem er lítið þorp og eins og nafn þess gefur til kynna en „minori“ þýðir einmitt „lítill“ á tungumáli innfæddra. Að koma til Minori er líkt og hverfa aftur til gamalla tíma, líkt og stemmingin var á Amalfi-ströndinni fyrir nokkrum áratugum. Amalfi-Coast,  Positano sem er lítið en óendanlega sjarmerandi fiskiþorp við Amalfi-ströndina með stórbrotið útsýni. Það er óviðjafnanleg sjón að sjá litrík húsin hangandi utan í hlíðunum og kirkju þorpsins staðsetta í hjarta þess, alveg niður við strönd. Þá ætlum við að skoða Sorrento sem liggur við Napólíflóann einn af fallegastu flóum landsins. Sorrento er hrífandi bær í bröttum hlíðum. Í hlíðum hans vaxa ólífu-, appelsínu- og sítrónutré en þess má geta að Limoncello líkjörinn frægi kemur frá þessu svæði.  Hér má sjá smá video um þessa staði.  Smelltu hér
Föstudagur       20.9.2019  – dagur 4  Siglt til Capri    dagsferð                                                 
Eyjan Capri
er sko falleg – svakalega falleg, mögulega fegursta eyja veraldar. Það væri svo sannarlega mikil synd að heimsækja Amalfi-ströndina án þess að gera sér ferð út í hina gullfallegu eyju, Capri, sem verið hefur áfangastaður ferðamanna allt frá rómverskum tímum. Þrátt fyrir smæð sína hefur Capri upp á mikið að bjóða en þar eru t.d. hvorki fleiri en færri en tólf kirkjur og sjö söfn ásamt miklum fjölda af merkilegum minnismerkjum. Við bjóðum upp á ferð að sigla inn í Bláa hellinn sem og að fara með stólalyftu upp á fjallið Monte Solaro sjá video hér.
Laugardagur    21.9.2019  – dagur 5    Salerno til Soverato og gist í 4 nætur
Nú ökum við niður í tána til héraðsins Calabria sem myndar “tána” á ítalska stígvélinu. Þar ætlum við að hitta Hin 2 hjónin Halldór og Heiðu sem og að læra aðeins á ítalska matreiðslu.  Við munum gista á dásamlegu hóteli  í Soverato 4* hóteli Villa Ersilia.
Sunnudagur     22.9.2019  – dagur 6   Frjáls dagur
Nú ætlum við að njóta þess að hvílast og slaka og alveg tilvalið að skoða aðeins Soverato eða bara slaka á við sundlaugina. 
Mánudagur       23.9.2019  – dagur 7     Heimsókn til íslenskra hjóna og Badelato skoðuðMatreiðslunámsskeið
Nú ætlum við að heimsækja heiðurshjónin Halldór og Heiðu og skoða með þeim borgina Badelató og smakka eitthvað af þessum vínum sem þau eru að framleiða þarna. þau eru þarna u.þ.b. 6 mánuði á ári og una sér mikið vel í Calabria.

Þriðjudagur      24.9.2019  – dagur 8     Ítalskt matreiðslunámskeið í Badelato
Nú er komið að því að spreyta sig í ítalskri matreiðslu hjá henni Carlo og síðan verður borðað á eftir  veröndinni hjá henni það sem við eldum.

Miðvikudagur   25.9.2019  – dagur 9   Soverato til Altamura meðfram strönd Jónahafsins
Við ökum sem leið liggur til Altamura þar sem við ætlum að gista í 2 nætur.  Mikið var reynt að fá gistingu í Matera sem ekki tókst en verið er að taka upp nýjustu James Bond myndina svo að við fengum gistingu stutt frá Matera á góðu 4* hóteli.  Við ökum meðfram Jónahafinu sem er einstaklega falleg leið og má sjá aksturleiðina hér.
Fimmtudagur   26.9.2019  – dagur 10 Hálfsdagsferð til steinaborgarinnar (City of stones) Matera
og nú nýjustu James Bond borgina en þar er nýjasta myndin m.a. tekin upp. Matera er í héraðinu Basilicata og er talað um endalausa nátturufegurð í þessu héraði.  Nafnið Basilicata kemur úr latínu og merkir Land konunga og hefur ennfremur lengi gengið undir nafninu Lucania. Sassi di Matera eru forsögulegir hellar, grafnir í stein fyrir um 9.000 árum, og eru þeir á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 1950 ákváðu yfirvöld að flytja íbúa Sassi Matera í önnur hverfi nútímaborgarinnar en í rauninni er þetta eini staðurinn í heiminum þar sem fólk getur búið í sömu vistarverum og forfeður þeirra gerðu fyrir þúsundum ára. Í dag er verið að endurbyggja hellana og sumir af þeim verið gerðir upp sem hótelíbúðir.
Föstudagur       27.9.2019 –  dagur 11 Ekið til Bari  Alberobello – hellirinn Grotte di Castellana –
Polignano A Mare skoðuð
Á leið okkar frá Matera ökum við inn í Púglía sem er heillandi hérað og hægt að heimsækja árið um kring. Héraðið er langt og mjótt og teygirsig langt upp eftir hælnum á ítalska stígvélinu með sína fallegu strandbæi og stórkostlegu strandir. Héraðið er um 19.400 ferkílómetrar að stærð og íbúar héraðsins telja 4 milljónir. Púglía liggur að Molise í norðri, Campania í vestri og Basilicata í suðvestri. Sýslur héraðsins eru 6 talsins : Bari, Barletta-Andria-Trani Brindisi, Foggia, Lecce og Taranto. Höfuðborg héraðsins er Bari. Við heimsækjum Alberobello er lítill bær sem er frægur fyrir mikinn fjölda af fornum og einkennileg Trulli-húsum. Slík hús eru  hvít að lit með gráu keilulaga þaki byggð úr kalksteini.  Frá Alberobello. Frá Alberobello ökum við að fallegum helli Grotte di Castellana sem við munum skoða.  Ef tími gefst til munum við renna við í Polignano a Mare. sem er einna þekktast fyrir að söngvarinn sem söng lagið “Volare” er fæddur í þessu fiskimannaþorpi. Við endum þennan dag í borginni Bari sem er höfuðborg Puglia héraðsins og gistum þar 2 nætur.
Laugardagur    28.9.2019  – dagur 12   Frjáls dagur í Bari  – sameiginlegur kvöldverður 
Bari er borg á sunnanverðri Ítalíu við Adríahafið. Íbúar Bari eru um 313 þúsund en á stórborgarsvæðinu búa um 653 þúsund manns.  Bari var kosin af Lonly Planet einn af markverðustu stðum til að skoða á árinu 2019.  Í Bari er ýmsilegt hægt að skoða og má m.a. skoða video af Bari með því að smella hér
Sunnudagur     29.9.2019  – dagur 13   Ekið frá Bari til Rómar
Nú ætlum að þvera landið frá Bari til Rómar eða til upphafsstaðar þessarar ferðar.  Að sjálfsögðu verður stoppað á leiðinni til að teygja úr sér  annað slagið og til að fá sér hressingu.
Mánudagur      30.9.2019  – dagur 14    Heimferð –  Lent í Keflavík um miðjan dag
Við förum eiginlega mjög snemma á fætur til að fara út á flugvöll og ná í fyrst flug til Amsterdam og síðan heim.  Við munum lenda heima í Keflavík um miðjan dag eða u.þ.b. kl. 15:10

Verð kr.
kr. 459.500 á mann í tvíbýli*
Aukagjald fyrir einbýli kr. 90.500*

Lágmarksþáttaka eru 18 manns.

Innifalið í verði:

 • Flug með Icelandair og KLM með  flugvallarsköttum.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • 12 morgunverðir
 • 7 kvöldverðir
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangseyrir í Pompei
 • Sigling til Capri dagsferð
 • Ferð til íslenskra hjóna með vínsmökkun
 • Ítalskt matreiðslunámskeið
 • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Máltíðir aðrar en þær sem tilgreindar eru undir innifalið.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst:

 • Blái hellirinn ca € 28.
 • Stólalyfta upp á Monte Solaro fjallið á Capri ca € 12.
 • Annað sem okkur dettur í hug á staðnum

Fararstjóri getur fært liði á milli daga ef að þörf krefur þegar komið er á staðinn.

ATH. mjög æskilegt er að hafa á sér Evrópska sjúkratryggingakortið þegar ferðast er um Evrópu og er að  þú ert ekki með það sæktu þá um það með því að smella hér

Greiðslusíða

 

 

 

 

×
Fyrirspurn