E-mail: info@aroundtheworld.is --- Tel:+354 564 2272
Lengd ferðar: 11 Jun 2020 - 15 Jun 2020
Staður: Þýskaland
Bóka núna!

Fararstjóri: Pálína Kristinsdóttir

AroundTheWorld.is ferðaskrifstofan hefur sérhæft sig í ferðum til Þýskalands og mun bjóða upp á sumarferð til Kölnar sem er stærsta borgin í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu með yfir 1 milljón íbúa. Hún er talin fjórða stærsta borg Þýskalands.

Kennileiti Kölnar er dómkirkjan.  Dómkirkjan í Köln er ein þekktasta dómkirkja Þýskalands. Hún er jafnframt næsthæsta kirkjan í Þýskalandi með 157 metrar (á eftir dómkirkjunni í Ulm) og þriðja hæsta í heimi.  Kirkjan er mest sótti ferðamannastaður Þýskalands. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO. Við munum ganga meðfram Rínarbökkum að kirkjunni og skoða þessa fögru kirkju. Eftir að hafa skoðað hana er boðið upp á hádegisverð í gömlu brugghúsi ásamt einum Kölsch sem er bjór Kölnar.
Farið verður í siglingu á laugardagskvöldinu á Rínarfljótinu þar sem snæddur verður kvöldverður ásamt léttum veitingum og dúndrandi dans.

Lindt súkkulaðiverksmiðjan er í Köln og verður boðið upp á heimsókn í súkkulaðisafnið þar sem okkur verður kynntur ferill súkkulaðisins á ensku frá baun að konfekti og fá gestir að njóta sín og búa til eigið súkkulaði.

FERÐATILHÖGUN:
11. júní 2020 – Fimmtudagur, Keflavík – Düsseldorf — Köln
Flogið snemma morguns með Icelandair kl. 7:40 til Düsseldorf og lent rlín Tegel kl. 13:00. Ekið til Kölnar sem tekur okkur rétt um 1 tíma.
12. júní 2020 – Föstudagur – Gönguferð meðfram Rínarbökkum að Dómkirkjunni
Létt gönguferð 2 – 3 tímar þar sem við göngum meðfram Rínarfljótinu að Dómkirkjunni í Köln.  Við skoðum kirkjuna og umhverfi hennar og endum í hádegisverði í Brugghúsi þar sem við fáum léttan hádegisverð og mjöður með. Frjáls tími eftir það
13. júní 2020 – Laugardagur Frjáls dagur – Um kvöldið er sigling á Rín með kvöldverði
Þessi dagur er frjáls og um að gera að njóta hans í Köln. Um kvöldið er farið í borð í skip þar sem siglt verður á Rínarfljótinu, snæddur kvöldverður og boðið upp á létta drykki.
14.júní 2020 – Sunnudagur  Heimsókn í Lindt súkkulaðisafnið
Í dag munum við fá fræðslu um súkkulaði frá baun til konfekts og verður gestum boðið að búa til eigið súkkulaði. Leiðsögnin er á ensku. Um kvöldið verðu lokakvöldverður.
15. júní 2020 – Mánudagur   Köln – Düsseldorf  – Keflavík  Heimferð
Eftir morgunverð eða kl. 10 verður lagt af stað til Düsseldorf og kemur rúta og sækir okkur á hótelið og ekur okkur á flugvellinn í Düsseldorf. Flugtak er kl. 14:00 og áætluð lending í Keflavík kl. 15:40

Leiðin sem farin verður sjá hér


Verð kr.

kr. 179.400 á mann í tvíbýli*
kr.   15.500 aukagjald á mann í einbýli *

*Verð er miðað við gengi evru september 2019

Innifalið í verði:
Flug með Icelandair til og frá Düsseldorf
Flugvallarskattar og 1 taska 23 kg. og 1 handataska
Allur akstur til og frá flugvelli og á milli Düsseldorf og Kölnar
Gisting í 4 nætur á 4* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
1 hádegisverður
Aðgangseyrir í Kölnar Dom
Sigling með kvöldverði og léttum drykkjum
Skoðunarferð um Lindt súkkulaðisafnið
Lokakvöldverður á sunnudagskvöld
Íslensk fararstjórn og leiðsögn

Ekki innifalið:
Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í ferðalýsingu
Aðgangseyrir á söfn, óperu, tónleika og aðrar kynnisferðir
Þjórfé fyrir rútubílstjóra.

Lágmarksþátttaka: 20 manns

Ef sú þáttaka næst ekki áskiljum við okkur rétt til að fella niður ferðina.
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

×
Fyrirspurn