E-mail: info@aroundtheworld.is --- Tel:+354 564 2272

GÓÐAR UPPLÝSINGAR FYRIR HAMBORG

FLUGVÖLLUR:
Flugvöllurinn er Hamburg-Fuhlsbüttel flugvöllur er um 8 km norður af miðborginni.

FLUG:
Flogið með Icelandair. Flugið tekur u.þ.b. 3 klukkustundir og 15 mínútur. Flugstöð 2
Innritunartími: 3 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 45 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru að ferðast með farangur og 35 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru með handfarangur.

FARANGUR:
Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg og er mest 158 cm á lengd, ef flogið er á almennu farrými. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.

AKSTUR:
Rúta tekur á móti okkur og ekur okkur til og frá flugvelli til hótels.

TÍMAMISMUNUR:
Frá 28. október til 25. mars er Þýskaland með einn tíma á undan Íslandi, en frá 26. mars til 28. október eru Þýskaland tveim tímum á undan

MYNT:
Evra

GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort. Nota þarf PIN-númer á allar greiðsluvélar. Þetta á við bæði um verslanir og veitingastaði.

SAMGÖNGUR:
Almenningssamgöngur eru góðar og tiltölulega auðvelt er að fá leigubíla. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum. Það er langsamlega besti fararskjótinn til á að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingunum. Ef þú vilt skoða eitthvað allt annað (og jafnvel eitthvað sem hefur örlítil áhrif á þyngd pyngjunnar) er hægt að þræða tískuvöruverslanirnar við Jungfernstieg-göngusvæðið. Það er tengt aðalverslunargötu borgarinnar, Mönkebergstrasse, með risastóru verslunarmiðstöðinni Europa Passage. Það er ómissandi að fara til Neuer Wall til að sjá velgengni Hamborgar með eigin augum, en verslunargatan samanstendur næstum eingöngu af lúxusvörumerkjum. Ef þú vilt skoða fallega hönnun og handverk eru verslanirnar við Lange Reihe nálægt aðallestarstöðinni með eitthvað fyrir þig.

TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis Evrópska tryggingaskírteini frá Sjúkratryggingum, komi eitthvað óvænt upp á og er hægt að sækja um það hér