E-mail: info@aroundtheworld.is --- Tel:+354 564 2272

GÓÐAR UPPLÝSINGAR

FLUGVÖLLUR: 

Frankfurt am Main (FRA)

FLUG: 

Flugið tekur u.þ.b. 3,5 tíma.

FARANGUR:

sjá heimasíðu Icelandair

AKSTUR: 

Akstur til og frá flugvelli er innifalin í verði í þessari ferð.  Frá flugvellinum til Würzburg er um 1,5 klukkustunda keyrsla.

LANDFRÆÐILEG LEGA: 

Würzburg liggur við ána Main fljótið og er í Bayern héraðinu í Þýskalandi og er sjötta stærsta borg Bayerns.

ÍBÚAFJÖLDI: 

Rúmlega 126 þúsund

TÍMAMISMUNUR: 

Á veturna er 1 klukkustund á undan en á sumrin eru það 2 klukkstundir.

MYNT: 

Evra (EUR). Gengi

HRAÐBANKAR: 

Eru víða

GREIÐSLUKORT: 

Öll helstu kreditkort eru tekin góð og gild í flestum verslunum og veitingastöðum. Það gæti orðið erfiðleikum háð að treysta eingöngu á debetkort og því er eindregið mælt með því að hafa kreditkort að minnsta kosti með í för. Hraðbankar taka á móti öllum algengustu kreditkortunum, en ekki er sjálfgefið að hægt sé að taka út af debetkortum.


Tryggingar:

Mælt er með því að farþegar tryggi sig sérstaklega í heimilistryggingunni fyrir ferðlögum og einnig er gott að ná sér í evrópskt sjúkratryggingarkort hjá Sjúkratryggingum Íslands og má nálgast það hér